Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 15:37 Katrín sló á putta forstjóra á ofurlaunum og leyfði sér að efast um að ekki væri hægt að fylla í lausar stöður þó hófs sé gætt í launamálum. Fbl/stefán „Samstaðan er ekki sjálfgefin. Samheldnin er ekki sjálfgefin og því megum við ekki gleyma. Því má heldur ekki íslenskt atvinnulífið gleyma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars í ræðu sinni á Viðskiptaþingi. Hún hvatti til hófsemi í launum meðal æðstu stjórnenda. Sitthvað er stjórnendur og leiðtogar og þeir sem ekki hlusta á almenning eru ekki leiðtogar.Vísir sendi beint út frá Viðskiptaþinginu og við grípum niður í ræðu Katrínar þar sem augljóst er að hún beinir spjótum sínum að bankastjórum Landsbanka, Íslandsbanka og Arion. Hún sagði að sem samfélag þá stæðum við frammi fyrir því verkefni að gera kjarasamninga. Þar sem ríkar kröfur eru uppi um að hækka lægstu laun. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið þau að benda á að efnahagslegt svigrúm sé lítið. Og enginn gerir ágreining um það að mikilvægt er að kjarasamningar séu í takti við stöðu efnahagslífsins hverju sinni.Við höfum lagt niður Kjararáð „En á slíkum tímum hljóta stjórnendur, leiðtogar í atvinnulífi, að vera reiðubúnir að leggja sjálfa sig undir, sýna ábyrgð í launastefnu, taka ábyrgð á því að svigrúmið sé lítið – að hugsa um heildina fyrst og fremst. Þegar við tókum við fyrir rúmu ári settumst við niður með atvinnurekendum og verkalýðshreyfingu og þau sögðu: Þetta kjararáðsfyrirkomulag, það gengur bara ekki upp. Við erum ekki til í það að þið séuð að fá launahækkanir uppá 40 prósent, 50 prósent með reglulegu millibili sem rífa hér upp samfélagið með rótum í átökum,“ sagði Katrín og að þau í ríkisstjórninni hafi hlustað. Og sett af stað vinnu og kallað atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna að borðinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fbl/Eyþór„Ók, hvað getum við gert? Við erum búin að leggja niður Kjararáð. Og það liggur frumvarp inni á Alþingi þar sem lagt er til að okkar fyrirkomulag verði algerlega gagnsætt. Við verðum aldrei leiðandi í launaþróun. Við munum fylgja launaþróun á hinum opinbera vettvangi.“ Efast um að erfitt reynist að fylla í lausar stöður Við svo búið beindi Katrín tali sínu að æðstu stjórnendum en greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 82 prósent á tíu mánaða tímabili árin 2017 og 2018. Mánaðarlaun hennar eru nú 3,8 milljónir á mánuði, með bifreiðahlunnindum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbankans er með 4,2 milljónir á mánuði og Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion-banka launahæsti bankastjóri landsins en hann var með 6,2 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2018 eftir 4,9 prósent hækkun frá árinu á undan.„Og mér sýnist að það sé kannski ástæða til að við endurskoðum kannski fleiri geira, hjá hinu opinbera, með sama hætti. Reynslan sýnir að stjórnvöld verða að tala mjög skýrt hvað varðar okkar hlut í þessum málum. Því það skiptir máli að hlusta á hvað fólkið í landinu hefur að segja. Og það skiptir máli fyrir leiðtoga að sýna skilning í verki.Það er ekki í boði að biðja fjöldann bara um að hafa sig bara hægan. Fólkið á lægstu laununum er ekki að fara eitt að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Það er ekki þannig. Þannig að þegar við ræðum um samkeppnishæf laun stjórnenda, leyfi ég mér að efast um að ekki sé hægt að fylla lausar stöður stjórnenda og forstjóra, bæði á almennum og opinberum þó að hóflegri launastefnu sé fylgt í raun,“ sagði Katrín og ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um hvert þeim spjótum er beint; að teknu tilliti til umræðu undanfarinna daga.Ræðu Katrínar Jakobsdóttur í heild sinni má finna í spilara í þessari frétt. Alþingi Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31 Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð sem VR, Efling, VLFA og VLFG munu svara á morgun en trúnaður ríkir um innihald þess. Forsætisráðherra segir ríkan vilja hjá stjórnvöldum til að koma að lausn deilunnar. 14. febrúar 2019 14:15 Bein útsending: Ræða formanns Viðskiptaráðs Viðskiptaþing ársins 2019 fer nú fram á Hilton Reykjavik Nordica en yfirskrift þess er Skyggni nánast ekkert: Forysta í heimi óvissu. 14. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Samstaðan er ekki sjálfgefin. Samheldnin er ekki sjálfgefin og því megum við ekki gleyma. Því má heldur ekki íslenskt atvinnulífið gleyma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars í ræðu sinni á Viðskiptaþingi. Hún hvatti til hófsemi í launum meðal æðstu stjórnenda. Sitthvað er stjórnendur og leiðtogar og þeir sem ekki hlusta á almenning eru ekki leiðtogar.Vísir sendi beint út frá Viðskiptaþinginu og við grípum niður í ræðu Katrínar þar sem augljóst er að hún beinir spjótum sínum að bankastjórum Landsbanka, Íslandsbanka og Arion. Hún sagði að sem samfélag þá stæðum við frammi fyrir því verkefni að gera kjarasamninga. Þar sem ríkar kröfur eru uppi um að hækka lægstu laun. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið þau að benda á að efnahagslegt svigrúm sé lítið. Og enginn gerir ágreining um það að mikilvægt er að kjarasamningar séu í takti við stöðu efnahagslífsins hverju sinni.Við höfum lagt niður Kjararáð „En á slíkum tímum hljóta stjórnendur, leiðtogar í atvinnulífi, að vera reiðubúnir að leggja sjálfa sig undir, sýna ábyrgð í launastefnu, taka ábyrgð á því að svigrúmið sé lítið – að hugsa um heildina fyrst og fremst. Þegar við tókum við fyrir rúmu ári settumst við niður með atvinnurekendum og verkalýðshreyfingu og þau sögðu: Þetta kjararáðsfyrirkomulag, það gengur bara ekki upp. Við erum ekki til í það að þið séuð að fá launahækkanir uppá 40 prósent, 50 prósent með reglulegu millibili sem rífa hér upp samfélagið með rótum í átökum,“ sagði Katrín og að þau í ríkisstjórninni hafi hlustað. Og sett af stað vinnu og kallað atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna að borðinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fbl/Eyþór„Ók, hvað getum við gert? Við erum búin að leggja niður Kjararáð. Og það liggur frumvarp inni á Alþingi þar sem lagt er til að okkar fyrirkomulag verði algerlega gagnsætt. Við verðum aldrei leiðandi í launaþróun. Við munum fylgja launaþróun á hinum opinbera vettvangi.“ Efast um að erfitt reynist að fylla í lausar stöður Við svo búið beindi Katrín tali sínu að æðstu stjórnendum en greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 82 prósent á tíu mánaða tímabili árin 2017 og 2018. Mánaðarlaun hennar eru nú 3,8 milljónir á mánuði, með bifreiðahlunnindum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbankans er með 4,2 milljónir á mánuði og Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion-banka launahæsti bankastjóri landsins en hann var með 6,2 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2018 eftir 4,9 prósent hækkun frá árinu á undan.„Og mér sýnist að það sé kannski ástæða til að við endurskoðum kannski fleiri geira, hjá hinu opinbera, með sama hætti. Reynslan sýnir að stjórnvöld verða að tala mjög skýrt hvað varðar okkar hlut í þessum málum. Því það skiptir máli að hlusta á hvað fólkið í landinu hefur að segja. Og það skiptir máli fyrir leiðtoga að sýna skilning í verki.Það er ekki í boði að biðja fjöldann bara um að hafa sig bara hægan. Fólkið á lægstu laununum er ekki að fara eitt að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Það er ekki þannig. Þannig að þegar við ræðum um samkeppnishæf laun stjórnenda, leyfi ég mér að efast um að ekki sé hægt að fylla lausar stöður stjórnenda og forstjóra, bæði á almennum og opinberum þó að hóflegri launastefnu sé fylgt í raun,“ sagði Katrín og ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um hvert þeim spjótum er beint; að teknu tilliti til umræðu undanfarinna daga.Ræðu Katrínar Jakobsdóttur í heild sinni má finna í spilara í þessari frétt.
Alþingi Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31 Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð sem VR, Efling, VLFA og VLFG munu svara á morgun en trúnaður ríkir um innihald þess. Forsætisráðherra segir ríkan vilja hjá stjórnvöldum til að koma að lausn deilunnar. 14. febrúar 2019 14:15 Bein útsending: Ræða formanns Viðskiptaráðs Viðskiptaþing ársins 2019 fer nú fram á Hilton Reykjavik Nordica en yfirskrift þess er Skyggni nánast ekkert: Forysta í heimi óvissu. 14. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31
Afar viðkvæm staða uppi í kjaraviðræðum Samtök atvinnulífsins lögðu í gær fram samningstilboð sem VR, Efling, VLFA og VLFG munu svara á morgun en trúnaður ríkir um innihald þess. Forsætisráðherra segir ríkan vilja hjá stjórnvöldum til að koma að lausn deilunnar. 14. febrúar 2019 14:15
Bein útsending: Ræða formanns Viðskiptaráðs Viðskiptaþing ársins 2019 fer nú fram á Hilton Reykjavik Nordica en yfirskrift þess er Skyggni nánast ekkert: Forysta í heimi óvissu. 14. febrúar 2019 12:30