Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:27 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15