Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Hjá sáttasemjara er allt í trúnaðarlás og kjaraviðræður í ákveðnum hnút. Herma heimildir að ágætt tilboð SA dugi þó skammt eitt og sér. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira