Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 11:24 Frá fundi verkalýðsfélaganna í morgun áður en haldið var á fund með SA hjá ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög. Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög.
Kjaramál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira