Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. vísir/getty Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45
Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52