Kulnun í starfi vaxandi vandamál Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 20:00 Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52