Kaepernick nær samkomulagi við NFL Andri Eysteinsson skrifar 15. febrúar 2019 23:09 Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna. Vísir/Getty Einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, leikstjórnandinn og aktívistinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í deilu sinni við NFL deildina. Kaepernick sem er þekktari fyrir baráttu sína gegn lögregluofbeldi en spilamennsku sína innan vallar hóf árið 2016 að mótmæla meðferð bandarískra yfirvalda, einna helst lögreglu á svörtum í Bandaríkjunum. Mótmæli Kaepernick, sem fólu í sér að krjúpa á hné er þjóðsöngur Bandaríkjanna „Star Spangled Banner“ var leikinn fyrir leik, dreifðust víða um deildina í óþökk stjórnarmanna, eigenda, áhorfenda og jafnvel núverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump.Samningslaus frá 2017 Frá því að Kaepernick yfirgaf lið San Francisco 49ers í mars 2017 hefur ekkert lið borið víurnar í leikstjórnandann. Kaepernick taldi að um væri að ræða samhæfða ákvörðun eigenda liðanna í deildinni um að semja ekki við hann. Kaepernick var ekki einn um þá skoðun en mikill fjöldi fólks hefur stutt hann í sinni baráttu.BBC greinir frá því að í dag hafi lögfræðingar Kaepernick og varnarmannsins Eric Reid, sem var einn af þeim fyrstu til að fylgja fordæmi Kaepernick, gefið út yfirlýsingu ásamt fulltrúum NFL deildarinnar þar sem greint var frá því að deiluaðilar hafi náð samkomulagi eftir langar viðræður. Ekki hefur verið greint frá smáatriðum samkomulagsins. Leikmannasamtök deildarinnar fögnuðu niðurstöðunni og vonast nú eftir því að Kaepernick berist samningstilboð fyrir komandi leiktíð. Bandaríkin Black Lives Matter NFL Tengdar fréttir Hafnaði boði um að troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar Bandaríska sveitin Maroon 5 var ekki fyrsti kostur við val á hver myndi sjá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. 19. október 2018 10:24 Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31 Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017. 31. ágúst 2018 09:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, leikstjórnandinn og aktívistinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi í deilu sinni við NFL deildina. Kaepernick sem er þekktari fyrir baráttu sína gegn lögregluofbeldi en spilamennsku sína innan vallar hóf árið 2016 að mótmæla meðferð bandarískra yfirvalda, einna helst lögreglu á svörtum í Bandaríkjunum. Mótmæli Kaepernick, sem fólu í sér að krjúpa á hné er þjóðsöngur Bandaríkjanna „Star Spangled Banner“ var leikinn fyrir leik, dreifðust víða um deildina í óþökk stjórnarmanna, eigenda, áhorfenda og jafnvel núverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump.Samningslaus frá 2017 Frá því að Kaepernick yfirgaf lið San Francisco 49ers í mars 2017 hefur ekkert lið borið víurnar í leikstjórnandann. Kaepernick taldi að um væri að ræða samhæfða ákvörðun eigenda liðanna í deildinni um að semja ekki við hann. Kaepernick var ekki einn um þá skoðun en mikill fjöldi fólks hefur stutt hann í sinni baráttu.BBC greinir frá því að í dag hafi lögfræðingar Kaepernick og varnarmannsins Eric Reid, sem var einn af þeim fyrstu til að fylgja fordæmi Kaepernick, gefið út yfirlýsingu ásamt fulltrúum NFL deildarinnar þar sem greint var frá því að deiluaðilar hafi náð samkomulagi eftir langar viðræður. Ekki hefur verið greint frá smáatriðum samkomulagsins. Leikmannasamtök deildarinnar fögnuðu niðurstöðunni og vonast nú eftir því að Kaepernick berist samningstilboð fyrir komandi leiktíð.
Bandaríkin Black Lives Matter NFL Tengdar fréttir Hafnaði boði um að troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar Bandaríska sveitin Maroon 5 var ekki fyrsti kostur við val á hver myndi sjá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. 19. október 2018 10:24 Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30 Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31 Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017. 31. ágúst 2018 09:30 Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Hafnaði boði um að troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar Bandaríska sveitin Maroon 5 var ekki fyrsti kostur við val á hver myndi sjá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. 19. október 2018 10:24
Kaepernick hrósaði leikmönnum fyrir að fara niður á hné Fyrsti stóri leikdagurinn í NFL-deildinni var í gær og margt áhugavert í gangi. Þar á meðal mótmæli leikmanna meðan þjóðsöngurinn er leikinn en þau eru ekki hætt þó svo eigendur liðanna reyni að koma í veg fyrir þau. 10. september 2018 12:30
Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. 13. september 2018 10:31
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017. 31. ágúst 2018 09:30
Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli. 14. febrúar 2019 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12