Húsið er á rúmlega tíu hektara lóð og stendur það í hjarta Bel Air hverfisins. Húsið var upphaflega hannað af Sumner Spaulding árið 1930 en var húsið allt tekið í gegn að innan á áttunda áratuginum af innanhúsarkitektinum Henri Samuel.
Húsið er ógnarstórt en til að mynda er fimm herbergja gestahús við hliðina á höllinni. Við húsið er 25 metra sundlaug og 40 bíla bílskúr.
Einnig má finna vínkjallara sem tekur 12.000 flöskur en á YouTube-síðunni Tri-Blend Media er heljarinnar yfirferð um húsið sem er ekki á söluskrá. Hér að neðan má sjá myndband af Chartwell húsinu.