Alvarlegustu slysin verða á ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 12:30 Jón Gunnarsson sem var einn af þremur þingmönnum sem mættu á opinn fund í Hveragerði nýlega til að ræða samgöngumál, auk forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Magnús Hlynur Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“ Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“
Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira