Forsætisráðherra Póllands hættir við heimsókn til Ísrael vegna ummæla Netanyahu Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 15:31 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja
Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33
Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34
Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26