Forsætisráðherra Póllands hættir við heimsókn til Ísrael vegna ummæla Netanyahu Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 15:31 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja
Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33
Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34
Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent