Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 20:30 Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís. Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís.
Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira