Fótbolti

Napólí tapaði mikilvægum stigum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Napólí má ekki við því að misstíga sig vilji liðið reyna að stela toppsætinu
Napólí má ekki við því að misstíga sig vilji liðið reyna að stela toppsætinu vísir/getty
Napólí missti Juventus lengra fram úr sér á toppi ítölsku Seria A deildarinnar með því að gera jafntefli við Torino á heimavelli.

Það er fátt sem getur stoppað Juventus í að verða Ítalíumeistari, liðið er ósigrað á toppi deildarinnar eftir 24 umferðir. Napólí er í öðru sæti og reynir að halda í við ríkjandi meistara Juventus en missti af mikilvægum stigum í kvöld.

Napólí átti tíu skot á markið í leiknum en náði þrátt fyrir það ekki að koma boltanum í netið. Erfitt kvöld varð enn erfiðara í lok leiksins þegar Allan fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og er Napólí því með 53 stig, 13 stigum á eftir Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×