Vildi ekki fórna hamingjunni og rak því þjálfarann sem kom henni á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 15:00 Naomi Osaka. Getty/ Fiona Hamilton Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira