Vildi ekki fórna hamingjunni og rak því þjálfarann sem kom henni á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 15:00 Naomi Osaka. Getty/ Fiona Hamilton Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka. Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka.
Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira