„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 09:19 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14