Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 09:57 Frá björgunaraðgerðum í nótt. Mynd/Rauði krossinn Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins. Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins.
Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira