Vilja auka þekkingu en ekki stöðva kynferðislega tjáningu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 14:18 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31
Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52