Vilja auka þekkingu en ekki stöðva kynferðislega tjáningu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 14:18 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31
Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52