Segir að stokka þurfi upp menntakerfið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún. Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún.
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira