Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:12 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. Vísir/Vilhelm Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu. Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu.
Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07