Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 21:16 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30
„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30
Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44