Sækja tjón sitt vegna friðunar Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 19. febrúar 2019 06:00 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16