Segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu Víkurgarðs dapurlega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:43 Deilur hafa staðið í þónokkurn tíma um byggingu hótels á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira