Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. Úrslitakvöldið fer fram í Laugardalshöllinni þann 2. mars.
Lögin tvö hafa þótt ansi sigurstrangleg í keppninni í ár en um er að ræða lögin „Hatrið mun sigra“ sem hljómsveitin Hatari flytur og „Hvað ef ég get ekki elskað“ í flutningi Friðriks Ómars. Önnur lög verða flutt á ensku á úrslitakvöldinu.
Fimm lög keppa til úrslita þann 2. mars næstkomandi en tvö lög komust áfram hvert undanúrslitakvöld. Fimmta lagið var svo valið af framkvæmdarstjórn keppninnar en það var lagið „Mama said“ í flutningu hinnar færeysku Kristinu Bærendsen.
Greint var frá því í dag að fyrirkomulagi keppninnar yrði breytt og munu lögin sem komast í úrslitaeinvígið taka með sér þau atkvæði sem þau fengu úr fyrri símakosningu. Áður fyrr var fyrirkomulagið á þann veg að atkvæðin „núlluðust úr“ þegar komið var í einvígið sjálft.
Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum

Tengdar fréttir

Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra
Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6.

Dagur hefði unnið með nýju reglunum
Lögin sem mætast í úrslitunum í ár taka með sér atkvæðin úr fyrri umferðinni.

Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld
Skeggrætt um líkindi Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain.

Breyta fyrirkomulaginu: Atkvæðin fylgja lögunum í úrslitin
Lögin tvö sem mætast í einvíginu taka með sér atkvæðin sem þau fengu úr fyrri umferð kvöldsins.