Útgerðin „kaupir upp atvinnulífið“ en hefur ekki efni á að greiða veiðigjöld Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Þorsteinn furðar sig á tvískinnungi sem hann þykist greina í máli talsmanna útgerðarinnar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24
Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49