Útgerðin „kaupir upp atvinnulífið“ en hefur ekki efni á að greiða veiðigjöld Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Þorsteinn furðar sig á tvískinnungi sem hann þykist greina í máli talsmanna útgerðarinnar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24
Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49