Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 20:30 Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson
Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira