Tákn Reykjavíkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar