Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17