Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2019 22:30 Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki Getty/Chris Faiga Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03