Klókir njósnarar Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun