Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Sighvatur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að innviðagjald í Reykjavík verði fellt niður. Gjaldið hefur meðal annars verið notað til fjármögnunar útilistaverks í Vogabyggð. Mynd/Reykjavíkurborg Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira