Neitað um laun nema framvísa vegabréfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að líkja megi ólaunuðum prufuvöktum við nútíma þrælahald. Vísir/Sigurjón Ólason Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”. Kjaramál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”.
Kjaramál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira