Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2019 18:58 Páll Óskar og Skarphéðinn ræddu þátttöku Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í maí. Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. Páll Óskar er einn fjölmargra sem hafa hvatt til þess að keppnin verði sniðgengin í ár en hún fer fram í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. „Ég elska Eurovision og hata stríð og hef ímugust á því þegar mannréttindi eru brotin. Hvað geri ég þá þegar Eurovisionkeppnin er haldin í landi sem hefur verið staðin að verki hvað varðar mannréttindabrot? Þá kýs ég sniðgöngu. Ég tel að sniðganga sé sterkasta leiðin til að setja gerandanum mörk,“ sagði Páll Óskar bætti við að það væri mun sterkari leið en að „taka þátt í partýinu og segja eitthvað innan gæsalappa“. Í Lestinni í dag sagði Skarphéðinn ákvörðunina um þátttöku ekki hafa verið auðvelda. Hann sagði megin ástæðu þess að ákveðið hafi verið að taka þátt vera að grundvallarforsenda keppninnar sé að stuðla að friði og vera sameiningartákn og hún sé hafin yfir alla pólitík. „Þegar blæs a móti og þegar erjur eru á milli þjóða og fólks á forsendum ófriðar eða hugsjóna, þá eigum við þessa keppni sem ætlað er og hefur alltaf verið ætlað að sýna fram á það að við getum komið saman í söng á svona menningarviðburði og sýnt okkar fallegustu hliðar.“ „Það eitt að sameina er pólitískt. Þetta er pólitísk keppni frá hvirfli til ilja.“ Páll Óskar gaf lítið fyrir útskýringar Skarphéðins í þættinum og sagðist hafa heyrt þann söng áður, síðast árið 2012 þegar keppnin fór fram í Aserbaídsjan og fólk í fátæktarhverfum hafi misst heimili sín þar sem þau voru rifin undir tónleikahöll keppninnar. Þá sagði hann keppnina ekki geta komist hjá því að vera pólitísk þar sem markmiðið sjálft að sameina væri í eðli sínu pólitískt og alþjóðlegir stórviðburðir á borð við íþróttamót eða söngkeppnir væru skrautfjaðrir einræðisherra og harðstjóra. Hann nefndi sem dæmi hve margir Íslendingar horfðu fram hjá mannréttindabrotum Rússlands þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fór þar fram. „Plottið virkaði hjá Rússunum. Hversu margir Íslendingar fóru upp í flugvél, fóru til Rússlands, horfðu á Íslendingana keppa, komu svo heim og sögðu: Rússland er bara frábært land.“ „Þessum harðstjórum er skítsama hvort Íslendingar vinni fótbolta eða Dana International vinni keppnina en þeim er annt um ímynd sína. Það er partur af pakkanum og það er ákveðinn leikur sem ég vil ekki taka þátt í,“ sagði Páll Óskar sem sagði það ómögulegt að keppnin yrði ekki pólitísk. „Það eitt að sameina er pólitískt. Þetta er pólitísk keppni frá hvirfli til ilja.“„Næst í Jerúsalem!“ kallaði söngkonan Netta eftir sigurinn í Eurovision í fyrra. Það vakti mikla reiði á meðal margra en bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn gera tilkall til borgarinnar.Vísir/GettyJákvætt að þetta verði til þess að umræða um Palestínu aukist Páll Óskar sagði það vera ljósan punkt að nú væri komið að Ísrael að halda keppnina þar sem aðstæður væru gjörbreyttar frá því að keppnin var haldin þar síðast árið 1999. Nú með tilkomu Internetsins og ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á Ísrael sé fólk farið að átta sig á ástandinu þar. „Þegar sigurvegarinn í Eurovision heldur keppnina þá fær hann og biður um ákveðna tegund af athygli. Nú þarf Ísrael með sína forsögu og allan sinn skít sem þeir reyna að sópa undir teppið að bera ábyrgð á því.“ Skarphéðinn tók undir að það væri jákvætt að umræðan hafi farið á flug og segir það sjálfsagt að svara spurningum og taka afstöðu til þeirra mála. Þá ítrekaði hann að RÚV sýndi öllum þeim listamönnum sem kysu að sniðganga keppnina fullan skilning en hann teldi þó að keppnin ætti ekki langt eftir ef hún yrði notuð á pólitískan hátt. „Um leið og pólitíkin yrði dregin inn með þessum hætti þá ætti hún ekkert langt eftir lifað,“ sagði Skarphéðinn.Vonar að sigurvegarinn fari vel undirbúinn til Ísrael Páll Óskar sagðist vona að sá sem sigraði undankeppnina hér heima yrði vel undirbúinn fyrir keppnina í Ísrael þar sem vökult auga Ísraelshers myndi fylgjast náið með öllu sem þar færi fram. „Ekki fara í þessa „hot mess“ keppni sem hún er núna í ár óundirbúin. Það er til fullt af fólki hér á Íslandi, ábyrgu fólki sem getur veitt ábyrgar upplýsingar um þetta sjötíu ára gamla stríð. Íslenski keppandinn á ekki að fara inn í þessa keppni með sjötíu ára gamalt stríð á herðunum sem er ekki rassgat honum að kenna,“ sagði Páll Óskar. „Hvert einasta orð sem þú segir og gerir verður vaktað af ákveðinni vél sem heitir Ísraelsher.“ Þá rifjaði Páll Óskar upp viðbrögð við færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína um keppnina. Færslan var á íslensku en þrátt fyrir það fékk hann holskeflu af neikvæðum viðbrögðum frá erlendum aðilum sem drógu í efa að hann vissi nokkuð hvað hann væri að tala um. Hann segir skilaboðin hafa versnað eftir að það kom í ljós að hann væri samkynhneigður og honum sagt að Tel Aviv væri „höfuðborg“ samkynhneigðra í austri. Hann gaf þó lítið fyrir þær útskýringar. „Mér finnst ekki í lagi að vera góður við homma með vinstri hendinni og skjóta börn með hægri hendinni.“Íslendingar hafa kallað eftir því að við drögum okkur úr keppninni í ár en minna hefur verið um það á meðal annarra Evrópuþjóða. Þó voru mótmæli í Írlandi þar sem kallað var eftir því að keppnin yrði sniðgengin í ár.Vísir/GettyGyðingar „umbreyttust í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini“ Umræðan um sniðgöngu hér á landi hefur farið hátt og söfnuðust tugþúsundir undirskrifta við ákall um að Íslendingar myndu draga sig úr keppni. Umræðan hefur þó ekki verið jafn mikil annars staðar í Evrópu og segir Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða um Evrópu og umræðunni yrði ekki vel tekið. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“ Þá sagði Páll Óskar stærsta harmleikinn vera að gyðingar orðið eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Hann sagði varla hægt að tala um átök milli þjóðanna lengur vegna gríðarlegra yfirburða Ísrael. Ástandið væri meira í líkingu við þjóðarmorð. „Þegar einhver drepur barn með hátækni vopnum í boði Bandaríkjanna er það ekki lengur stríð eða átök, það er þjóðarmorð. Það er verið að hreinsa burt þjóðina.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29 RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. Páll Óskar er einn fjölmargra sem hafa hvatt til þess að keppnin verði sniðgengin í ár en hún fer fram í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. „Ég elska Eurovision og hata stríð og hef ímugust á því þegar mannréttindi eru brotin. Hvað geri ég þá þegar Eurovisionkeppnin er haldin í landi sem hefur verið staðin að verki hvað varðar mannréttindabrot? Þá kýs ég sniðgöngu. Ég tel að sniðganga sé sterkasta leiðin til að setja gerandanum mörk,“ sagði Páll Óskar bætti við að það væri mun sterkari leið en að „taka þátt í partýinu og segja eitthvað innan gæsalappa“. Í Lestinni í dag sagði Skarphéðinn ákvörðunina um þátttöku ekki hafa verið auðvelda. Hann sagði megin ástæðu þess að ákveðið hafi verið að taka þátt vera að grundvallarforsenda keppninnar sé að stuðla að friði og vera sameiningartákn og hún sé hafin yfir alla pólitík. „Þegar blæs a móti og þegar erjur eru á milli þjóða og fólks á forsendum ófriðar eða hugsjóna, þá eigum við þessa keppni sem ætlað er og hefur alltaf verið ætlað að sýna fram á það að við getum komið saman í söng á svona menningarviðburði og sýnt okkar fallegustu hliðar.“ „Það eitt að sameina er pólitískt. Þetta er pólitísk keppni frá hvirfli til ilja.“ Páll Óskar gaf lítið fyrir útskýringar Skarphéðins í þættinum og sagðist hafa heyrt þann söng áður, síðast árið 2012 þegar keppnin fór fram í Aserbaídsjan og fólk í fátæktarhverfum hafi misst heimili sín þar sem þau voru rifin undir tónleikahöll keppninnar. Þá sagði hann keppnina ekki geta komist hjá því að vera pólitísk þar sem markmiðið sjálft að sameina væri í eðli sínu pólitískt og alþjóðlegir stórviðburðir á borð við íþróttamót eða söngkeppnir væru skrautfjaðrir einræðisherra og harðstjóra. Hann nefndi sem dæmi hve margir Íslendingar horfðu fram hjá mannréttindabrotum Rússlands þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fór þar fram. „Plottið virkaði hjá Rússunum. Hversu margir Íslendingar fóru upp í flugvél, fóru til Rússlands, horfðu á Íslendingana keppa, komu svo heim og sögðu: Rússland er bara frábært land.“ „Þessum harðstjórum er skítsama hvort Íslendingar vinni fótbolta eða Dana International vinni keppnina en þeim er annt um ímynd sína. Það er partur af pakkanum og það er ákveðinn leikur sem ég vil ekki taka þátt í,“ sagði Páll Óskar sem sagði það ómögulegt að keppnin yrði ekki pólitísk. „Það eitt að sameina er pólitískt. Þetta er pólitísk keppni frá hvirfli til ilja.“„Næst í Jerúsalem!“ kallaði söngkonan Netta eftir sigurinn í Eurovision í fyrra. Það vakti mikla reiði á meðal margra en bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn gera tilkall til borgarinnar.Vísir/GettyJákvætt að þetta verði til þess að umræða um Palestínu aukist Páll Óskar sagði það vera ljósan punkt að nú væri komið að Ísrael að halda keppnina þar sem aðstæður væru gjörbreyttar frá því að keppnin var haldin þar síðast árið 1999. Nú með tilkomu Internetsins og ákalli Palestínumanna um sniðgöngu á Ísrael sé fólk farið að átta sig á ástandinu þar. „Þegar sigurvegarinn í Eurovision heldur keppnina þá fær hann og biður um ákveðna tegund af athygli. Nú þarf Ísrael með sína forsögu og allan sinn skít sem þeir reyna að sópa undir teppið að bera ábyrgð á því.“ Skarphéðinn tók undir að það væri jákvætt að umræðan hafi farið á flug og segir það sjálfsagt að svara spurningum og taka afstöðu til þeirra mála. Þá ítrekaði hann að RÚV sýndi öllum þeim listamönnum sem kysu að sniðganga keppnina fullan skilning en hann teldi þó að keppnin ætti ekki langt eftir ef hún yrði notuð á pólitískan hátt. „Um leið og pólitíkin yrði dregin inn með þessum hætti þá ætti hún ekkert langt eftir lifað,“ sagði Skarphéðinn.Vonar að sigurvegarinn fari vel undirbúinn til Ísrael Páll Óskar sagðist vona að sá sem sigraði undankeppnina hér heima yrði vel undirbúinn fyrir keppnina í Ísrael þar sem vökult auga Ísraelshers myndi fylgjast náið með öllu sem þar færi fram. „Ekki fara í þessa „hot mess“ keppni sem hún er núna í ár óundirbúin. Það er til fullt af fólki hér á Íslandi, ábyrgu fólki sem getur veitt ábyrgar upplýsingar um þetta sjötíu ára gamla stríð. Íslenski keppandinn á ekki að fara inn í þessa keppni með sjötíu ára gamalt stríð á herðunum sem er ekki rassgat honum að kenna,“ sagði Páll Óskar. „Hvert einasta orð sem þú segir og gerir verður vaktað af ákveðinni vél sem heitir Ísraelsher.“ Þá rifjaði Páll Óskar upp viðbrögð við færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína um keppnina. Færslan var á íslensku en þrátt fyrir það fékk hann holskeflu af neikvæðum viðbrögðum frá erlendum aðilum sem drógu í efa að hann vissi nokkuð hvað hann væri að tala um. Hann segir skilaboðin hafa versnað eftir að það kom í ljós að hann væri samkynhneigður og honum sagt að Tel Aviv væri „höfuðborg“ samkynhneigðra í austri. Hann gaf þó lítið fyrir þær útskýringar. „Mér finnst ekki í lagi að vera góður við homma með vinstri hendinni og skjóta börn með hægri hendinni.“Íslendingar hafa kallað eftir því að við drögum okkur úr keppninni í ár en minna hefur verið um það á meðal annarra Evrópuþjóða. Þó voru mótmæli í Írlandi þar sem kallað var eftir því að keppnin yrði sniðgengin í ár.Vísir/GettyGyðingar „umbreyttust í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini“ Umræðan um sniðgöngu hér á landi hefur farið hátt og söfnuðust tugþúsundir undirskrifta við ákall um að Íslendingar myndu draga sig úr keppni. Umræðan hefur þó ekki verið jafn mikil annars staðar í Evrópu og segir Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða um Evrópu og umræðunni yrði ekki vel tekið. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“ Þá sagði Páll Óskar stærsta harmleikinn vera að gyðingar orðið eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Hann sagði varla hægt að tala um átök milli þjóðanna lengur vegna gríðarlegra yfirburða Ísrael. Ástandið væri meira í líkingu við þjóðarmorð. „Þegar einhver drepur barn með hátækni vopnum í boði Bandaríkjanna er það ekki lengur stríð eða átök, það er þjóðarmorð. Það er verið að hreinsa burt þjóðina.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29 RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29 Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29
RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael. 13. september 2018 11:29
Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Ætlar ekki afhenda RÚV undirskriftarlista gegn þátttöku í Eurovision Söngvakeppninni. 1. febrúar 2019 11:38
Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00