Það eru þær Olgica Andrijasevic, markvörður KA/Þórs, Íris Ásta Pétursdóttir, hægri hornamaður Vals, Ragnheiður Júlíusdóttir, vinstri skytta Íslands- og bikarmeistara Fram, og Maria Ines de Silva Pereira, stórskytta Haukanna.
Allar spiluðu virkilega vel í janúar en Olgica átti stóran þátt í frábærri byrjun nýliðanna fyrir norðan á nýju ári og Ragnheiður er nú að spila eins og hún er upp á sitt besta eftir að hafa verið yfir pari fyrir jól. Maria Pereira er sömuleiðis að sýna sitt rétta andlit og reynsluboltinn í horninu hjá Val hefur verið frábær.
Hér að neðan má taka þátt í kosningunni um besta leikmann janúar í Olís-deild kvenna og sömuleiðis má sjá uppgjörsþáttinn í heild sinni. Sigurvegarinn fær vinninga frá Olís og Fiskikónginum.