Eltið peningana Jón Kaldal skrifar 5. febrúar 2019 10:43 Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun