Stundum er einnig farið inn í hús sem eru komin á sölu en öll eiga þau það sameiginlegt að vera sérstaklega falleg.
Í nýjasta þættinum má sjá innlit inn í einstakt hús á Manhattan í New York. Ásett verð er 21,9 milljónir dollara eða því sem samsvarar 2,6 milljarðar íslenskra króna.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi og sex baðherberg. Eignin er um 800 fermetrar að stærð en það fasteignasalinn vinsæli Leonard Steinberg fer með fylgjendur síðunnar í gegnum eignina sem er í hverfinu fræga Greenwich Village.
Hér að neðan má sjá inn í þessa glæsilegu villu.