Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 19:45 Tíðni vinnuslysa hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“ Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“
Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent