Páll Óskar biðst afsökunar á ummælum um gyðinga: „Gekk allt of langt í orðum mínum“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 21:23 Páll Óskar Hjálmtýsson sér eftir orðum sínum um gyðinga. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15