Ragnar Jónasson, sem hefur starfað sem yfirlögfræðingur GAMMA Capital Management frá árinu 2015, hefur ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hann taka til starfa á fjárfestingabankasviði bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Ragnar, sem er jafnframt stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var forstöðumaður skrifstofu slitastjórnar Kaupþings á árunum 2009 til 2015. Þar áður var hann forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka, þá Nýja Kaupþings, frá 2008 til 2009
Samhliða störfum sínum í fjármálageiranum hefur Ragnar fengist við ritstörf og þýðingar en útgáfuréttur á spennuskáldsögum hans hefur verið seldur til fjölda landa á undanförnum árum.
