Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar.
Þá segir í yfirlýsingu að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8%.
„Þetta er um 1 prósentu minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember og gangi það eftir yrði það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Hægari vöxtur stafar einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur eru því á að spenna í þjóðarbúskapnum minnki hraðar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu.
Mun peningastefnan á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun og yfirlýsingu nefndarinnar á fundi klukkan 10 í Seðlabankanum. Streymt verður beint frá fundinum hér á Vísi.
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita
Viðskipti innlent