Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbersson, framkvæmdastjóri SA, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og miklum launahækkunum. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“ Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“
Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30
Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08
Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39