Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Unnið er að því að standsetja Skaftahlíð 24 fyrir skrifstofur á vegum Landspítalans. Vísir/Vilhelm Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana. Húsnæðið hýsti áður starfsemi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, auk þeirra rúmlega 20 útvarps- og sjónvarpsstöðva sem sendar voru út frá Skaftahlíð um árabil. Síðustu mánuði hefur hins vegar verið unnið að flutningi allrar starfseminnar í höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut 8 og 10. Lokahnykkur flutninganna á sér svo stað í nótt, þegar allar útsendingar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sport og hinna 11 sjónvarpsstöðva Sýnar verða fluttar formlega frá Skaftahlíð yfir á Suðurlandsbraut. Þessum flutningum hefur eðlilega fylgt mikið rask í Skaftahlíð, til að mynda hafa verið grafnir upp fleiri kílómetra af hvers kyns snúrum og köplum sem fylgdu útsendingarstarfseminni. Veggir hafa verið felldir, klæðningar fjarlægðar og allt gólfefnið rifið burt. Að framkvæmdunum loknum mun Landspítalinn fá afnot af húsinu en til stendur að nýta rýmið undir hvers kyns skrifstofustarfsemi spítalans. Skrifstofur Landspítalans eru nú á Eiríksstöðum við Eiríksgötu 5, rétt við Hallgrímskirkju. Ætlunin er að nota það húsnæði undir klíníska starfsemi spítalans, en t.a.m. hefur verið vöntun á húsnæði fyrir göngudeildir spítalans.Tugþúsundir ökumanna keyra framhjá húsnæðinu í Skaftahlíð á hverjum degi.Vísir/Vilhelm50 kílómetrar af köplum Þær Árdís Björk Jónsdóttir og Sif Sturludóttir, yfirmenn hjá Sýn, eru meðal þeirra sem hafa haft veg og vanda af flutningunum frá Skaftahlíð yfir á Suðurlandsbraut - og þeim þykir mikið til þeirra koma. Það sé hægara sagt en gert að flytja útsendingar 13 sjónvarpsstöðva með húð og hári á milli staða án þess að mikil röskun verði á. „Erlendir sérfræðingar sem við höfum rætt við í ferlinu telja nokkuð öruggt að þetta sé heimsmet í flutningum,“ segir Árdís en fyrirtækið Grass Valley, sem sérhæfir sig í flutningum sjónvarpsstöðva, hefur verið Sýn innan handar í ferlinu. Fá fordæmi séu fyrir því að jafn flókin og umfangsmikil ljósvakamiðlastarfsemi sé flutt á jafn skömmum tíma og gert var í þessu tilfelli. Ekki sé þó fullkomlega hægt að útiloka að einhverjar truflanir verði á útsendingunum og vona þær að áhorfendur sýni því skilning í ljósi þess gríðarstóra verkefnis sem senn er að baki.Ný aðalstjórn útsendingar á Suðurlandsbraut 10.Vísir/StefánÞað er ekki ofsögum sagt að verkefnið hafi verið umfangsmikið. Því til staðfestingar bendir Sif á að í nýja húsnæði ljósvakamiðlanna á Suðurlandsbraut hafi verið lagðir um 50 kílómetrar af svokölluðum Cat6 fjarskiptastrengjum og næstum 2 kílómetrar af 24xSM ljósleiðarastrengjum. Þá séu alls „35 eintök af 24 porta krosstengibrettum í nýju höfuðstöðvunum og 600 metrar af Beldan Coax-köplum.“ Árdís og Sif segja þetta búnaðarflóð megi að hluta rekja til þess að í upphafi ferlisins hafi verið tekin ákvöðun um að nýta flutningana til að ráðast í allsherjar endurnýjun á útsendingarbúnaði ljósvakamiðlanna. Til að mynda hafi hinn svokallaði kjarnabúnaður verið uppfærður. Það leggi grunn að því að hefja útsendingar í 4K háskerpu í náinni framtíð. „Þá erum við einnig að færa vídeóflæðið okkar úr því að vera hliðrænt yfir í að vera IP-based,“ segir Árdís og bætir við að allar breytingarnar feli einnig í sér aukið rekstraröryggi útsendinganna. Með þessum áfanga hefur öll starfsemi Sýnar, sem varð til við sameiningu Fjarskipta og 365 miðla, verið færð í samliggjandi hús við Suðurlandsbraut 8-10. Síðastliðið sumar voru ný hljóðver Bylgjunnar, FM957 og X977 tekin í notkun, fyrir jól færði fréttastofan útsendingar á kvöldfréttum og í janúar tók Stöð 2 Sport að senda út sérþætti sína frá Suðurlandsbraut.Horft í vesturátt yfir hæðina þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar hafði aðsetur í Skaftahlíð um árabil.Vísir/VilhelmHorft í austur á sömu hæð. Síðustu mánuðina fyrir flutninga voru þetta heimkynni þýðingadeildar Stöðvar 2.Vísir/VilhelmÞað þarf líklega eitthvað meira en einn kúst til að taka til hreinsa upp Skaftahlíðina.Vísir/VilhelmMyndver kvöldfrétta Stöðvar 2 var vinstra megin á myndinni.Vísir/VilhelmVísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Tækni Tengdar fréttir Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Í dag hóf Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. 8. ágúst 2018 14:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 í fyrsta sinn frá Suðurlandsbraut Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. 13. desember 2018 18:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana. Húsnæðið hýsti áður starfsemi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, auk þeirra rúmlega 20 útvarps- og sjónvarpsstöðva sem sendar voru út frá Skaftahlíð um árabil. Síðustu mánuði hefur hins vegar verið unnið að flutningi allrar starfseminnar í höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut 8 og 10. Lokahnykkur flutninganna á sér svo stað í nótt, þegar allar útsendingar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sport og hinna 11 sjónvarpsstöðva Sýnar verða fluttar formlega frá Skaftahlíð yfir á Suðurlandsbraut. Þessum flutningum hefur eðlilega fylgt mikið rask í Skaftahlíð, til að mynda hafa verið grafnir upp fleiri kílómetra af hvers kyns snúrum og köplum sem fylgdu útsendingarstarfseminni. Veggir hafa verið felldir, klæðningar fjarlægðar og allt gólfefnið rifið burt. Að framkvæmdunum loknum mun Landspítalinn fá afnot af húsinu en til stendur að nýta rýmið undir hvers kyns skrifstofustarfsemi spítalans. Skrifstofur Landspítalans eru nú á Eiríksstöðum við Eiríksgötu 5, rétt við Hallgrímskirkju. Ætlunin er að nota það húsnæði undir klíníska starfsemi spítalans, en t.a.m. hefur verið vöntun á húsnæði fyrir göngudeildir spítalans.Tugþúsundir ökumanna keyra framhjá húsnæðinu í Skaftahlíð á hverjum degi.Vísir/Vilhelm50 kílómetrar af köplum Þær Árdís Björk Jónsdóttir og Sif Sturludóttir, yfirmenn hjá Sýn, eru meðal þeirra sem hafa haft veg og vanda af flutningunum frá Skaftahlíð yfir á Suðurlandsbraut - og þeim þykir mikið til þeirra koma. Það sé hægara sagt en gert að flytja útsendingar 13 sjónvarpsstöðva með húð og hári á milli staða án þess að mikil röskun verði á. „Erlendir sérfræðingar sem við höfum rætt við í ferlinu telja nokkuð öruggt að þetta sé heimsmet í flutningum,“ segir Árdís en fyrirtækið Grass Valley, sem sérhæfir sig í flutningum sjónvarpsstöðva, hefur verið Sýn innan handar í ferlinu. Fá fordæmi séu fyrir því að jafn flókin og umfangsmikil ljósvakamiðlastarfsemi sé flutt á jafn skömmum tíma og gert var í þessu tilfelli. Ekki sé þó fullkomlega hægt að útiloka að einhverjar truflanir verði á útsendingunum og vona þær að áhorfendur sýni því skilning í ljósi þess gríðarstóra verkefnis sem senn er að baki.Ný aðalstjórn útsendingar á Suðurlandsbraut 10.Vísir/StefánÞað er ekki ofsögum sagt að verkefnið hafi verið umfangsmikið. Því til staðfestingar bendir Sif á að í nýja húsnæði ljósvakamiðlanna á Suðurlandsbraut hafi verið lagðir um 50 kílómetrar af svokölluðum Cat6 fjarskiptastrengjum og næstum 2 kílómetrar af 24xSM ljósleiðarastrengjum. Þá séu alls „35 eintök af 24 porta krosstengibrettum í nýju höfuðstöðvunum og 600 metrar af Beldan Coax-köplum.“ Árdís og Sif segja þetta búnaðarflóð megi að hluta rekja til þess að í upphafi ferlisins hafi verið tekin ákvöðun um að nýta flutningana til að ráðast í allsherjar endurnýjun á útsendingarbúnaði ljósvakamiðlanna. Til að mynda hafi hinn svokallaði kjarnabúnaður verið uppfærður. Það leggi grunn að því að hefja útsendingar í 4K háskerpu í náinni framtíð. „Þá erum við einnig að færa vídeóflæðið okkar úr því að vera hliðrænt yfir í að vera IP-based,“ segir Árdís og bætir við að allar breytingarnar feli einnig í sér aukið rekstraröryggi útsendinganna. Með þessum áfanga hefur öll starfsemi Sýnar, sem varð til við sameiningu Fjarskipta og 365 miðla, verið færð í samliggjandi hús við Suðurlandsbraut 8-10. Síðastliðið sumar voru ný hljóðver Bylgjunnar, FM957 og X977 tekin í notkun, fyrir jól færði fréttastofan útsendingar á kvöldfréttum og í janúar tók Stöð 2 Sport að senda út sérþætti sína frá Suðurlandsbraut.Horft í vesturátt yfir hæðina þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar hafði aðsetur í Skaftahlíð um árabil.Vísir/VilhelmHorft í austur á sömu hæð. Síðustu mánuðina fyrir flutninga voru þetta heimkynni þýðingadeildar Stöðvar 2.Vísir/VilhelmÞað þarf líklega eitthvað meira en einn kúst til að taka til hreinsa upp Skaftahlíðina.Vísir/VilhelmMyndver kvöldfrétta Stöðvar 2 var vinstra megin á myndinni.Vísir/VilhelmVísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Tækni Tengdar fréttir Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Í dag hóf Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. 8. ágúst 2018 14:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 í fyrsta sinn frá Suðurlandsbraut Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. 13. desember 2018 18:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Í dag hóf Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. 8. ágúst 2018 14:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 í fyrsta sinn frá Suðurlandsbraut Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. 13. desember 2018 18:00