Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2019 19:00 Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent