Metsöluhöfundur laug til um heilakrabbamein og dauða móður sinnar og bróður Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 23:16 Rithöfundurinn Dan Mallory. Vísir/Getty Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker. Bókmenntir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker.
Bókmenntir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira