Forsætisráðherra boðar matvælastefnu sem þegar er í mótun hjá Kristjáni Þór Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. febrúar 2019 06:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hugmyndir um matvælastefnu, sem forsætisráðherra hyggst ræða á fundi ríkisstjórnar á morgun, eru þegar í mótun í verkefnastjórn sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti á fót síðastliðið haust með það að markmiði að drög að matvælastefnu yrðu tilbúin í árslok 2019. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta báðir ráðherrar svo á að málið sé á þeirra borði en Katrín Jakobsdóttir mun kynna tillögur sínar um mótun atvinnustefnu í ríkisstjórn á morgun. Katrín segir fulltrúa fernra samtaka hafa óskað eftir fundi með sér um mótun matvælastefnu; Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Bændasamtök Íslands. Athygli vekur að um sömu samtök er að ræða og eiga sæti í verkefnastjórn Kristjáns Þórs, að Samtökum ferðaþjónustunnar undanskildum. „Mér finnst frábært hjá atvinnurekendum að stíga fram og segjast vera til í samtal á breiðum grunni,“ segir Katrín. Hún boðaði fleiri ráðherra á fund með samtökunum, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég mun svo koma með tillögu til ríkisstjórnar á föstudaginn um hvernig við getum brugðist við þessu erindi,“ segir Katrín og leggur áherslu á að mikilvægt sé að taka þessi mál upp á næsta stig og horfa á þau í breiðara samhengi til dæmis út frá umhverfis- og heilbrigðisþáttum. Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneyti hans er litið svo á að málið sé enn á hans borði þar sem verkefnastjórn hafi verið skipuð og vinni að stefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ríkisstjórn Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Hugmyndir um matvælastefnu, sem forsætisráðherra hyggst ræða á fundi ríkisstjórnar á morgun, eru þegar í mótun í verkefnastjórn sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti á fót síðastliðið haust með það að markmiði að drög að matvælastefnu yrðu tilbúin í árslok 2019. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta báðir ráðherrar svo á að málið sé á þeirra borði en Katrín Jakobsdóttir mun kynna tillögur sínar um mótun atvinnustefnu í ríkisstjórn á morgun. Katrín segir fulltrúa fernra samtaka hafa óskað eftir fundi með sér um mótun matvælastefnu; Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Bændasamtök Íslands. Athygli vekur að um sömu samtök er að ræða og eiga sæti í verkefnastjórn Kristjáns Þórs, að Samtökum ferðaþjónustunnar undanskildum. „Mér finnst frábært hjá atvinnurekendum að stíga fram og segjast vera til í samtal á breiðum grunni,“ segir Katrín. Hún boðaði fleiri ráðherra á fund með samtökunum, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég mun svo koma með tillögu til ríkisstjórnar á föstudaginn um hvernig við getum brugðist við þessu erindi,“ segir Katrín og leggur áherslu á að mikilvægt sé að taka þessi mál upp á næsta stig og horfa á þau í breiðara samhengi til dæmis út frá umhverfis- og heilbrigðisþáttum. Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneyti hans er litið svo á að málið sé enn á hans borði þar sem verkefnastjórn hafi verið skipuð og vinni að stefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ríkisstjórn Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira