Njósnari með skyggnigáfu? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun