Facebook skipað að breyta gagnasöfnun sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 10:59 Facebook hefur mánuð til að áfrýja úrskurði þýska samkeppniseftirlitsins. Vísir/EPA Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda. Facebook Þýskaland Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda.
Facebook Þýskaland Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira