Facebook skipað að breyta gagnasöfnun sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 10:59 Facebook hefur mánuð til að áfrýja úrskurði þýska samkeppniseftirlitsins. Vísir/EPA Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda. Facebook Þýskaland Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda.
Facebook Þýskaland Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira