Kalla sendiherra sinn heim vegna „árása“ Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 15:59 Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. EPA/ANGELO CARCONI Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira