Strax á mánudag gengur í með vaxandi suðaustanátt. Þá verður slydda eða snjókoma og síðar rigning en úrkomulítið norðaustanlands. Veður fer hlýnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:Norðaustan 10-18 m/s og él, en þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Dregur úr vindi um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag:
Hæg N-læg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað NA-lands. Talsvert frost.
Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en þurrt að kalla NA-lands. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og él S- og V-lands, hiti nálægt frostmarki.